Ný þáttaröð af Pressu. Nú hafa liðið nokkur ár frá því við skildum við blaðakonuna Láru en hún vinnur nú sem upplýsingafulltrúi olíufélags. Þegar forstjórinn grunaður er um að vera viðriðinn morð á ungri konu vaknar óbilandi sannleiksþrá Láru og áður en hún veit af er hún farin að stunda rannsóknarblaðamennsku á Póstinum á ný. Inn í þessa fléttu blandast svo innreið danskra glæpasamtaka sem hyggjast hasla sér völl á Íslandi.